Hér má finna algengar spurningar og svör. Ef þú finnur ekki svar við spurningu þinni getur þú haft samband á netfangið linda@samvinnaeftirskilnad.is.
Við reynum að svara fyrirspurnum eins fljótt og auðið er, innan 2-3 virkra daga. Við getum almennt ekki veitt aðstoð á laugardögum, sunnudögum og almennum frídögum.
Þú getur lesið þjónustuskilmála SES hér.
Þú getur stofnað nýjan notanda í gegnum þennan hlekk og byrjað strax.
Ef þú getur ekki skráð þig sem notanda í gegnum getur þú reynt að nota annan netvafra (til dæmis Google Chrome). Ef það virkar ekki getur þú sent tölvupóst með lýsingu á vandamálinu á netfangið linda@samvinnaeftirskilnad.is
Athugið: Þegar þú skráir þig sem notanda á skráningarformi okkar velur þú sjálf/ur notandanafn og lykilorð.
Já. Stafræni vettvangur SES er fyrir alla foreldra sem ala upp börn á tveimur heimilum, hvort sem þið hafið verið í sambúð eða gift eða jafnvel aldrei búið saman. Jafnframt geta áhugasamir skráð sig og nýtt sér vettvanginn.
Nei. Notendur SES hafa ekki aðgang að upplýsingum um aðra notendur
Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að þú getur ekki skráð þig inn.
Þú getur sótt um nýtt lykilorð með því að velja „Gleymt lykilorð“ undir „Skrá inn“ efst í hægra horninu.
Ef þú hefur gleymt notendanafninu þínu getur þú sent tölvupóst á netfangið linda@samvinnaeftirskilnad.is. Til þess að finna notandanafn þitt þurfum við að vita netfangið þitt og sveitarfélag.
Ef þú ert viss um að hafa skráð allar upplýsingar rétt en ekkert virkar getur þú sent tölvupóst á netfangið linda@samvinnaeftirskilnad.is og lýst vandamáli þínu.
Þegar þú hefur skráð þig sem notanda að stafræna vettvangi SES hefur þú ótakmarkaðan aðgang að námskeiðum SES. Sjá má að þau eru flokkuð í þrjú þemu sem eru:1. Að hjálpa og skilja ykkur sjálf, 2. Skilnaður og stuðningur við börnin, 3. Að fá betra foreldrasamstarf. Gagnlegt er að velja námskeið út frá því þema sem þú hefur mestan áhuga á.
Námskeiðið „SES – barnanna vegna“ getur verið góð byrjun til þess að fá yfirsýn yfir námsefnið þar sem þar er að finna mikilvæg atriði úr öllum námskeiðum SES.
Nei, þau eru aðeins skráð í nafnlausan gagnagrunn sem nýttur er í tölfræði fyrir SES.
Í Danmörku hefur SES verið þróað af fræðimönnum við Kaupmannahafnarháskólann en þeir gerðu samning við Ásmund Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra árið 2020 um innleiðingu verkefnisins á Íslandi. Á Íslandi er SES leitt af Gyðu Hjartardóttur félagsráðgjafi MA, aðjúnkt í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og sérfræðingi í málefnum barna, og Sigrúnu Júlíusdóttur prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og þerapista hjá Meðferðarþjónustunni Tengsl. Þær hafa í samvinnu við félags og barnamálaráðuneytið borið ábyrgð á þýðingum og staðfæringu á stafræna vettvangnum, sem og þjálfun fagfólks (SES-PRO) í þessari gagnreyndu aðferðarfræði sem SES er.
SES PRO er námskeið fyrir fagaðila sem vilja:
1. Öðlast fleiri verkfæri og færni til að nýta í starfi
2. Fá innsýn í nýjustu rannsóknir á sviði skilnaða.
3. Nota gagnreyndan stafrænan vettvang í starfi.
4. Halda skilnaðarnámskeið fyrir foreldra sem ala upp börn á tveimur heimilum.
5. Fá réttindi til að geta kennt öðrum sem veita fræðslu og ráðgjöf í kjölfar skilnaðar.
SES PRO námskeiðið veitir þjálfun og réttindi til að starfa sem SES-PRO skilnaðarráðgjafi, aðgang að SES-PRO námsefni og nýjustu rannsóknum og öllu efni sem tilheyrir SES.
Næstu SES PRO námskeið verða haldin á eftirfarandi dagsetningum:
Skráning á SES PRO námskeiðin fer fram á netfanginu linda@samvinnaeftirskilnad.is
Fyrir frekari upplýsingar um námsefni SES PRO er hægt að fá með því að senda tölvupóst á gyda@samvinnaeftirskilnad.is
Þær Gyða Hjartardóttir, félagsráðgjafi MA, aðjúnkt í félagsráðgjöf við HÍ og sérfræðingur í málefnum barna og Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf við HÍ og þerapisti hjá Meðferðarþjónustunni Tengsl