Algengar spurningar og svör / FAQ

Hér má finna algengar spurningar og svör. Ef þú finnur ekki svar við spurningu þinni getur þú haft samband á netfangið linda@samvinnaeftirskilnad.is.

Við reynum að svara fyrirspurnum eins fljótt og auðið er, innan 2-3 virkra daga. Við getum almennt ekki veitt aðstoð á laugardögum, sunnudögum og almennum frídögum.

Þú getur lesið þjónustuskilmála SES hér.

Þú getur stofnað nýjan notanda í gegnum þennan hlekk og byrjað strax.

Ef þú getur ekki skráð þig sem notanda á síðunni getur þú reynt að nota annan netvafra (til dæmis Google Chrome). Ef það virkar ekki getur þú sent tölvupóst með lýsingu á vandamálinu á netfangið linda@samvinnaeftirskilnad.is     


Athugið: Þegar þú skráir þig sem notanda á skráningarformi okkar velur þú sjálf/ur notandanafn og lykilorð sem þú notar til þess að komast inn á aðganginn þinn. Passaðu að muna bæði notendanafnið og lykilorðið – við mælum með að vista það þegar þú skráir þig inn í fyrsta sinn.

Já. Stafræni vettvangur SES er fyrir alla foreldra sem ala upp börn á tveimur heimilum, hvort sem þið hafið verið í sambúð eða gift eða jafnvel aldrei búið saman. Jafnframt geta ættingjar, vinir eða aðrir áhugasamir skráð sig og nýtt sér vettvanginn.

Nei. Notendur SES hafa ekki aðgang að upplýsingum um aðra notendur

Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að þú getur ekki skráð þig inn.

  • Hafir þú verið notandi að stafræna vettvangi SES fyrir 1. september 2021 getur þú ekki notað þær notandaupplýsingar á nýja vettvanginum. Þú getur búið til nýjan notanda á þessari síðu hér Þú getur notað eldri notendaupplýsingar þínar áfram á fyrrum stafræna vettvangi SES til 1. janúar 2022
  • Notendanafn þitt og/eða lykilorð er ekki rétt skráð. Vinsamlegast athugaðu hvort að þú hefur slegið inn rétt notandanafn og lykilorð. Ef það virkar ekki getur þú sent tölvupóst með lýsingu á vandamálinu á netfangið linda@samvinnaeftirskilnad.is
  • Þú hefur ekki skráð þig sem notanda. Þú getur stofnað nýjan notanda í gegnum þennan hlekk og byrjað strax

Þú getur sótt um nýtt lykilorð með því að velja „Gleymt lykilorð“ undir „Skrá inn“ efst í hægra horninu.

Ef þú hefur gleymt notendanafninu þínu getur þú sent tölvupóst á netfangið linda@samvinnaeftirskilnad.is. Til þess að finna notandanafn þitt þurfum við að vita netfangið þitt og sveitarfélag.

Ef þú ert viss um að hafa skráð allar upplýsingar rétt en ekkert virkar getur þú sent tölvupóst á netfangið linda@samvinnaeftirskilnad.is og lýst vandamáli þínu.

Samvinna eftir skilnað - barnanna vegna (SES) er nýjung í skilnaðarráðgjöf og fræðslu í takt við tækniþróun samtímans. Stafræni vettvangur SES býr yfir gagnreyndu fræðsluefni í formi námskeiða og ígrundunnar um eigin líðan og hegðun. SES er þróað af sérfræðingum við Kaupmannahafnarháskóla og byggir á gagnreyndu námsefni sem hjálpar foreldrum að takast á við breytingar og áskoranir í kjölfar skilnaðar eða sambúðarslita með hagsmuni barna að leiðarljósi. Markmið SES er að foreldrar fái verkfæri til að hjálpa sér og börnum sínum á sem jákvæðastan hátt í gegnum skilnaðinn og jafnframt að draga úr ágreiningi á milli foreldra.

Þegar þú hefur skráð þig sem notanda að stafræna vettvangi SES hefur þú ótakmarkaðan aðgang að námskeiðum SES. Sjá má að þau eru flokkuð í þrjú þemu sem eru:1. Að hjálpa og skilja ykkur sjálf, 2. Skilnaður og stuðningur við börnin, 3. Að fá betra foreldrasamstarf. Gagnlegt er að velja námskeið út frá því þema sem þú hefur mestan áhuga á.

Námskeiðið „SES – barnanna vegna“ getur verið góð byrjun til þess að fá yfirsýn yfir námsefnið þar sem þar er að finna mikilvæg atriði úr öllum námskeiðum SES.

Nei, þau eru aðeins skráð í nafnlausan gagnagrunn sem nýttur er í tölfræði fyrir SES.

SES var þróað í Danmörku af fræðimönnum við Kaupmannahafnarháskóla. Þekkingin að baki stafræna vettvangnum byggir á umfangsmiklu rannsóknarverkefni á áhrifum notkunar stafræna vettvangsins á foreldra sem saman ala upp börn á tveimur heimilum.  Innleiðing Samvinna eftir skilnað – barnanna vegna (SES) hófst á Íslandi sem tilraunaverkefni í janúar 2020. Ásmundur Einar Daðason, þáverandi félags- og barnamálaráðherra, gerði samning við danska fyrirtækið Samarbejde efter Skilsmisse – for börnenes skyld um innleiðingu verkefnisins. Að tilraunatímabilinu loknu, í júní 2020, var tekin ákvörðun af ráðherra um að halda áfram með innleiðingu Samvinnu eftir skilnað á Íslandi og innleiða verkefnið á landsvísu. Í því fólst að stafræni vettvangur SES varð aðgengilegur öllum foreldrum og fagaðilum á Íslandi, að kostnaðarlausu. Í ágúst 2022 var samningurinn um innleiðingu SES á Íslandi framlengdur enn á ný, til ársins 2024.

Umsjón með innleiðingu SES var falin þeim Gyðu Hjartardóttur, félagsráðgjafa, aðjúnkt í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og sérfræðing í málefnum barna og Sigrúnu Júlíusdóttur, prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og þerapista hjá Meðferðarþjónustunni Tengsl. Þær hafa í samvinnu borið ábyrgð á þýðingum og staðfæringu á stafræna vettvangnum, sem og þjálfun fagfólks (SES-PRO) í þessari gagnreyndu aðferðarfræði sem SES er.

SES PRO er námskeið sem veitir fagfólki þekkingu og aðferðafræðileg verkfæri til að efla skilnaðarráðgjöf, foreldrasamvinnu og stuðning við foreldra og börn sem búa á tveimur heimilum. Markmið SES PRO er jafnframt að innleiða og þróa nýtt vinnulag og hugmyndafræði í félags- og heilbrigðisþjónustu meðal fagaðila sem starfa með fjölskyldum og börnum.

SES PRO gefur þér:

  1. Sérhæfða þekkingu á hugmyndafræði og rannsóknargrunni SES.
  2. Markvissa þjálfun og fjölbreytt verkfæri til að vinna með börnum og fjölskyldum.
  3. Hæfni til þess að leiðbeina foreldrum með fræðslu og ráðgjöf í tengslum við skilnað eða sambúðarslit.
  4. Aðgang að nýjustu rannsóknum og sérfræðingum á sviði skilnaðar- og fjölskyldumála.

Sækja upplýsingar um SES PRO námskeið fyrir fagfólk

Næsta SES PRO námskeið verður haldið dagana 28.– 29. september 2023 kl. 9:00 - 16:00 (Lota 1) og 3. nóvember 2023 kl. 9:00 – 16:00 (Lota 2), báðar loturnar fara fram á Hótel Kríunesi. Námskeiðið kostar 96.900 kr., innifalið í námskeiðsgjaldi er námskeiðsgögn og sérstakt SES efni fyrir fagfólk, ásamt kaffi og mat á meðan námskeiðinu stendur.
Athugið að námskeiðsgjöld geta verið niðurgreidd af stéttarfélögum.

Skráðu þig á næsta námskeið hér

Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við linda@samvinnaeftirskilnad.is  eða gyda@samvinnaeftirskilnad.is

 

Fyrir frekari upplýsingar um námsefni SES PRO er hægt að fá með því að senda tölvupóst á gyda@samvinnaeftirskilnad.is

Umsjónar- og ábyrgðaraðili SES á Íslandi er Gyða Hjartardóttir, félagsráðgjafi MA og sáttamaður, aðjúnkt í félagsráðgjöf við HÍ og sérfræðingur í málefnum barna, hefur umsjón með námskeiðinu. Ásamt henni koma fram kennarar sem eru reyndir sérfræðingar í fjölskyldumálum, skilnaðarráðgjöf og framkomu.