Skilmálar og notkun persónuupplýsinga

Notendaskilmálar og persónuverndarstefna 

 

Inngangur

Með því að fá aðgang að, nýta þér eða nota www.samvinnaeftirskilnad.is (hér eftir nefnt "stafrænn vettvangur“) á annan hátt samþykkirðu að vera bundin(n) af þessum notendaskilmálum.

Samarbejde efter Skilsmisse ApS, fyrirtækjanúmer 38726374, Aldersrogade 6A, 2. sal, 2100 København Ø (hér eftir nefnt „Samarbejde efter Skilsmisse“) hefur veitt öðrum aðilum, þar á meðal fjölda sveitarfélaga og ríkisstofnana, tækifæri til að gera stafræna vettvanginn aðgengilegan almenningi .

Innihald stafræna vettvangsins er aðeins ætlað til fræðslu og að veita upplýsingar.

Aldrei má nota upplýsingarnar sem er að finna í stafræna vettvangnum í stað faglegrar ráðgjafar eða meðferðar hjá menntuðum og viðurkenndum fagaðila.

Samarbejde efter Skilsmisse hvetur alla notendur sem eiga við stórfelld vandamál að stríða, að leita ávallt eftir faglegri aðstoð. Ef þú hefur einhverjar spurningar eða átt í erfiðleikum varðandi geðheilbrigði þitt skaltu ávallt leita til viðurkennds fagaðila. Þú skalt aðeins líta á stafræna vettvanginn sem viðbót við faglega ráðgjöf.

Innihald stafræna vettvangsins má ekki og skal ekki nota sem grundvöll fyrir sjúkdómsgreiningum.

Notkun á stafræna vettvangnum er á ábyrgð notanda og ekki er hægt að draga Samarbejde efter Skilsmisse eða aðra framkvæmdaaðila á neinn hátt til ábyrgðar – með beinum eða óbeinum hætti – vegna hugsanlegs skaða eða óþæginda sem notendur telja að rekja megi til notkunar eða misnotkun á upplýsingum sem er að finna á stafræna vettvangnum.

Allt efni, þar með talið öll óefnisleg réttindi, á stafræna vettvangnum tilheyrir Samarbejde efter Skilsmisse eingöngu – þar á meðal innlegg sem send eru inn á umræðusvæði eða „Spyrðu sérfræðinginn“ (d. Spørg eksperten). Ekki má afrita, selja, dreifa eða koma efninu á annan hátt á framfæri án skýlausrar skriflegrar heimildar frá Samarbejde efter Skilsmisse.

Notendur mega þó prenta efnið út án endurgjalds til einkanota, en ekki í viðskiptatilgangi, samkvæmt þessum skilyrðum: 

  • Að skjölin séu í heilu lagi og án allra breytinga.
  • Að ekkert gjald sé tekið fyrir lán á efninu til einstaklinga.
  • Að höfundarréttur og heiti Samarbejde efter Skilsmisse komi skýrt fram sem heimild og að þessir notendaskilmálar séu hengdir við. 

Samarbejde efter Skilsmisse tekur ekki ábyrgð á innihaldi færslna á opnum og gagnvirkum umræðuhluta stafræna vettvangsins. Vegna þess að umræðuhlutarnir eru opnir er ómögulegt að Samarbejde efter Skilsmisse geti haft eftirlit með og fjarlægt ólöglegt, móðgandi eða á annan hátt óviðeigandi innihald af vettvangnum. Samarbejde efter Skilsmisse getur ekki talist ábyrgt fyrir slíku innihaldi.

Samarbejde efter Skilsmisse hvetur notendur sem finna óviðeigandi innihald í stafræna vettvangnum til að hafa tafarlaust samband við Samarbejde efter Skilsmisse til að hægt sé að fjarlægja innihaldið. Samarbejde efter Skilsmisse áskilur sér rétt til að fjarlægja allt efni sem telst vera óviðeigandi: er klámfengið, móðgandi, ærumeiðandi, tengist hjávísindum, er ósannað, ólöglegt eða gengur á annan hátt gegn góðu siðgæði og siðferði.

 

Umræður

Innlegg í umræður í stafræna vettvangnum og yfirlit yfir notendur er yfirleitt nafnlaus gagnvart öðrum notendum, en sem notandi áttu þess kost að velja að gera notandanafnið þitt sýnilegt.

Hægt er að eyða innleggjum í umræðum og yfirlitum yfir notendur með því að snúa sér til Samarbejde efter Skilsmisse, sem má hafa samband við gegnum samskiptaeiginleikann á stafræna vettvangnum neðst á aðalsíðum vefsvæðisins.

Engar auglýsingar heimilar

Notendur mega alls ekki auglýsa eða tengja í vörur og/eða sölusíður með sölu í huga á vettvangnum. Innleggjum sem auglýsa vörur og/eða innihalda tengla á sölusíður verður eytt án sérstaks fyrirvara.

Ef þú getur ekki samþykkt framangreind skilyrði fyrir notkun á stafræna vettvangnum skaltu ekki nota hann, yfirgefa hann tafarlaust og/eða skrá þig strax af vettvangnum.

Fyrirspurnir um stoðþjónustu

Stoðþjónusta Samarbejde efter Skilsmisse er reiðubúin að aðstoða með spurningar, tillögur eða vandamál varðandi stafræna vettvanginn.

Hafa skal samband við Samarbejde efter Skilsmisse á Íslandi, á eftirfarandi netfang: support@samvinnaeftirskilnad.is. Ef þú leitar til stoðþjónustu Samarbejde efter Skilsmisse verður stofnað mál í málsmeðferðarkerfinu okkar.

Hafðu í huga að sendingar í venjulegum tölvupósti eru ekki dulkóðaðar. Samarbejde efter Skilsmisse ræður fólki þess vegna frá því að senda trúnaðarupplýsingar og/eða viðkvæmar persónuupplýsingar til okkar í tölvupósti, til dæmis kennitölu, heilsufarsupplýsingum eða aðrar trúnaðarupplýsingum.

Samarbejde efter Skilsmisse getur yfirleitt ekki meðhöndlað viðkvæmar persónuupplýsingar og trúnaðarupplýsingar án samþykkis viðkomandi, samkvæmt lögum. Þetta á bæði við um persónuupplýsingar um þig og um aðra. Af þeim sökum eyðir Samarbejde efter Skilsmisse öllum viðkvæmum persónuupplýsingum og trúnaðarupplýsingum sem þú kannt samt sem áður að hafa sent okkur, ef við metum það svo að við getum ekki meðhöndlað þær samkvæmt lögum.

 

Persónuverndarstefna og kökur

Samarbejde efter Skilsmisse meðhöndlar persónuupplýsingarnar þínar í samræmi við persónuverndarstefnu fyrirtækisins.

 

Skilmálar samnings sem gerður er við Samarbejde efter Skilsmisse ApS um beinan aðgang

 

1. Almennir skilmálar

 

Ef þú hefur ekki aðgang að stafræna vettvangnum í gegnum ríkisstofnun eða sveitarfélag í búsetulandi þínu eða annan framkvæmdaaðila geturðu gert samning við Samarbejde efter Skilsmisse um að kaupa beinan aðgang að stafræna vettvangnum á heimasíðu Samarbejde efter Skilsmisse www.samvinnaeftirskilnad.is.

 

Skilmálarnir í þessari málsgrein gilda aðeins um viðskiptavini sem hafa gert samning um kaup á stafræna vettvangnum beint í gegnum Samarbejde efter Skilsmisse. Með því að panta aðgang beint samþykkir þú þá notendaskilmála sem gilda á hverjum tíma. Samarbejde efter Skilsmisse mælir þess vegna með því að þú lesir notendaskilmálana vandlega.

 

2. Um stafræna vettvanginn

 

Stafræni vettvangurinn samanstendur af þekkingu og verkfærum sem geta hjálpað fólki sem er að ganga í gegnum skilnað eða sambúðarslit. Lausnin felur m.a. í sér 18 stafrænar einingar, yfir 140 æfingaverkefni og myndskeið með frásögnum. Sem viðskiptavinur færðu mánaðaráskrift sem veitir aðgang að öllum hlutum vettvangsins, sem finna má á www.samvinnaeftirskilnad.is.

 

 

3. Skylda til að uppfæra upplýsingarnar þínar

 

Þegar gerður er nýr samningur milli þín og Samarbejde efter Skilsmisse er mikilvægt að Samarbejde efter Skilsmisse geti haft samband við þig. Þú þarft því að gefa upp nafnið þitt, símanúmer og netfang.

 

Verði breytingar á einhverjum þessara tengiliða upplýsinga ber þér skylda til að uppfæra upplýsingarnar strax á notendayfirlitinu þínu.

 

4. Verð og greiðsla

 

Allt verð á heimasíðunni er í ISK með VSK. Áður en þú staðfestir pöntun birtist endanlegt verð fyrir pöntunina.

 

Þú greiðir mánaðarlega fyrir fram fyrir aðganginn að stafræna vettvangnum. Samarbejde efter Skilsmisse býður upp á greiðslur með ýmsum greiðslukortum.

 

Greiðslan er meðhöndluð með öruggum hætti og Samarbejde efter Skilsmisse dulkóðar kortaupplýsingarnar þínar með SSL-samskiptareglum (Secure Socket Layer) til að koma í veg fyrir misnotkun.

5. Breyting á samningnum

 

Samarbejde efter Skilsmisse getur breytt skilmálunum án fyrirvara og tafarlaust, ef breytingarnar eru þér ekki í óhag. Slíkar breytingar koma fram á heimasíðunni okkar. Við veigamiklar breytingar færðu tölvupóst þess efnis. Þú hefur alltaf möguleika á að segja upp samningnum vegna breytinga.

 

Samarbejde efter Skilsmisse getur breytt skilmálunum, verði, gjöldum og öðrum skilyrðum vegna eftirfarandi:

  • • Breytinga á kostnaði vegna veitingar Samarbejde efter Skilsmisse á þjónustu sinni
  • • Reiknaðri verðbólgu frá 1. janúar 2021 (vísitala 100)
  • • Breyttrar löggjafar, reglugerða eða aðferða
  • • Breytinga á vörum á stafræna vettvangnum

 

6. Riftun og tilkynning

 

Þú hefur aðgang að stafræna vettvangnum þar til annaðhvort þú eða Samarbejde efter Skilsmisse segir samningnum upp.

 

Þú getur hvenær sem er sagt upp aðgangi þínum að stafræna vettvangnum með eins mánaðar fyrirvara með því að senda skriflega beiðni til support@samvinnaeftirskilnad.is. Eftir það lokast aðgangur þinn að stafræna vettvangnum frá og með næsta mánuði, og Samarbejde efter Skilsmisse mun ekki senda þér ekki frekari reikninga fyrir aðgangi að stafræna vettvangnum.

 

Þú riftir samningnum með því að senda tölvupóst til Samarbejde efter Skilsmisse, þar sem þú upplýsir um að þú viljir segja samningnum upp. Gefðu upp fullt nafn, netfang og símanúmer. Þú ert jafnframt beðin/n um að að upplýsa um ástæðu þess að þú vilt rifta samningnum. Samarbejde efter Skilsmisse sendir þér staðfestingu á uppsögninni með tölvupósti.

 

Ef þú hefur greitt fyrir tímabil sem kemur á eftir þeim tíma þegar uppsögnin gengur í gildi færðu endurgreitt fyrir það tímabil. Upphæðin verður greidd til baka með sama greiðslumáta og þú notaðir við kaupin.

 

Samarbejde efter Skilsmisse á rétt á að segja samningnum upp með eins mánaðar fyrirvara, miðað við fyrsta dag hvers mánaðar. Við uppsögn frá Samarbejde efter Skilsmisse færðu staðfestingu og rökstuðning fyrir uppsögninni. 

 

7. Riftunarréttur

 

Þú átt rétt á að rifta samningnum án rökstuðnings innan 14 daga. Riftunarréttur þinn gildir fram að þeim tíma þegar þú opnar stafræna vettvanginn. Þú telst hafa opnað stafræna vettvanginn þegar þú hefur fengið aðgang að honum og skráð þig inn á notandasvæðið þitt. Í fyrsta skipti sem þú skráir þig inn á notandasvæðið þitt gefurðu samþykki fyrir ofangreindum riftunarrétti.

 

Riftunarrétturinn reiknast frá gerð samningsins, það er að segja við móttöku staðfestingar á pöntun þinni, og rennur út 14 dögum síðar. Riftunarfresturinn tekur gildi ef tilkynning um að þú hyggist nýta þér riftunarréttinn berst áður en fresturinn rennur út. Ef riftunarfresturinn rennur út á helgidegi, laugardegi, þjóðhátíðardegi, aðfangadegi eða gamlársdegi telst riftunarfresturinn renna út næsta virka dag.

 

8. Nýting riftunarréttarins og endurgreiðsla

Ef þú vilt nýtja þér riftunarréttinn skaltu senda okkur óræka tilkynningu um að þú viljir rifta kaupunum með tölvupósti á support@samvinnaeftirskilnad.is  Skrifaðu til dæmis: ,,Ég vil beita riftunarrétti mínum" í efnislínuna. Þú getur einnig nýtt staðlað riftunareyðublað neðst í þessum skilámlum, en það er ekki áskilið.

Þegar þú nýtir þér riftunarréttinn endurgreiðir Samvinna eftir Skilnað þér greiðsluna þína án seinkunar að ófyrirséðu og í síðasta lagi 14 dögum frá þeirri dagsetningu þegar tilkynning um nýtingu riftunarréttarins barst okkur. 

Endurgreitt er á sama greiðslumáta og þú notaðir við kaupin, nema annað sé tekið fram. Ekkert gjald er innheimt vegna endurgreiðslunnar. 

9. Skyldur og réttindi Samvinnu eftir Skilnað

Samarbejde efter Skilsmisse getur ekki tekið ábyrgð á vanefndum á samningnum vegna ófyrirséðra atburða sem Samarbejde efter Skilsmisse hefur ekki stjórn á, t.d. óróa, allsherjar- eða hlutaverkfalla, eldsvoða, flóða eða annarra sambæilegra tilvika.

 

Samarbejde efter Skilsmisse áskilur sér rétt til að yfirfæra öll réttindi og allar skyldur er varða samning milli þín og Samarbejde efter Skilsmisse til þriðja aðila án þess að þú veitir samþykki fyrir því.

10. Kvartanir og gildandi lög 

Þér er ævinlega velkomið að hafa samband við Samarbejde efter Skilsmisse ef þú vilt kvarta yfir kaupum. Ef við getum ekki náð samkomulagi geturðu sent kvörtun til Center for Klageløsning, Nævnenes Hus, Toldboden 2, 8800 Viborg, ef skilyrði fyrir kvörtun eru uppfyllt. Þú getur kvartað til Center for Klageløsning gegnum www.naevneneshus.dk.

 

Einnig má nota rafræna kvörtunargátt framkvæmdastjórnar ESB til að senda inn kvörtun. Þetta á sérstaklega við um notendur sem eiga heima í öðru landi innan ESB. Hér má senda inn kvörtun – http://ec.europa.eu/odr. Þegar kvörtun er send inn skaltu gefa upp netfang Samarbejde efter Skilsmisse, support@samvinnaeftirskilnad.is.

 

Samningurinn milli þín og Samarbejde efter Skilsmisse, þar á meðal þessir notendaskilmálar, fellur undir dönsk lög, nema annað gildi vegna ófrávíkjanlegra reglna um neytendavernd í því landi þar sem þú átt heima.

11. Hafa samband og þjónusta við viðskiptavini 

Heiti fyrirtækisins: Samarbejde efter Skilsmisse ApS

Heimilisfang: Aldersrogade 6A, 2. sal, 2100 København Ø

Kennitala: 38 72 63 74

Netfang: support@samvinnaeftirskilnad.is
 

12. Staðlað eyðublað vegna óskar um riftun

Vinsamlegast fylltu út og sendu eftirfarandi staðlað eyðublað vegna óskar um riftun til support@samvinnaeftirskilnad.is, ef þú vilt rifta samningnum:

 

Staðlað eyðublað vegna óskar um riftun 

(þetta eyðublað skal aðeins fylla út og skila inn ef beita á riftunarrétti)

 

- Til Samarbejde efter Skilsmisse ApS, Aldersrogade 6A, 2. sal, 2100 København Ø, support@samarbejdeefteskilsmisse.dk:

 

- Ég/við tilkynnum hér með að ég/við viljum beita riftunarrétti, að því er varðar samning minn/okkar um kaup á aðgangi að stafræna vettvangnum

- Pantað _____________________________________________________

- Nafn notanda ______________ _________________________________

- Heimilisfang notanda ___________ _____________________________

- Undirritun notanda (á aðeins við ef eyðublaðið er fyllt út á pappírsformi)     

______________________________________________________________

- Dagsetning _____________________________

 

 

Persónuverndarstefna

 

Samarbejde efter Skilsmisse hefur sett saman þessa persónuverndarstefnu, sem upplýsir þig um hvernig við meðhöndlum persónuupplýsingar í tengslum við umsjón verkefna okkar, þar á meðal á hvaða grundvelli meðhöndlunin fer fram. Hér upplýsum við þig um hver réttindi þín eru í tengslum við meðhöndlun okkar á persónuupplýsingunum þínum.

 

Framar öðru skal vera ljóst að Samarbejde efter Skilsmisse meðhöndlar þær upplýsingar sem við fáum í hendur í samræmi við þau gagnaverndarlög sem gilda á hverjum tíma, þar á meðal almennu persónuverndarreglugerðina („GDPR“) og persónuverndarlögin („DBL“). Við gerum okkur í þessu sambandi grein fyrir að meðhöndla ber allar upplýsingar af virðingu fyrir einkalífi þínu, auk þess að halda trúnað um upplýsingarnar.

 

Samarbejde efter Skilsmisse er ekki opinber aðili og því tökum við ekki ákvarðanir sem slíkur. Því fellur starfsemin ekki heldur undir lög um málsmeðferð eða lög um hið opinbera.

 

Verndun einkalífs og varðveisla og notkun persónuupplýsinga.

 

Ábyrgðaraðili gagna vegna meðhöndlunar persónuupplýsinganna þinna er:

 

Samarbejde efter Skilsmisse ApS

Aldersrogade 6A, 2. sal,

2100 København Ø

Kennitala 38 72 63 74

Netfang: support@samvinnaeftirskilnad.is

 

Tilgangur:

Tilgangur okkar með meðhöndlun persónuupplýsinganna þinna er:

  • Uppsetning og ráðgjöf til notenda, þar með talin meðhöndlun tilkynninga og samskipti við notendur varanna okkar.

 

 

Tegundir persónuupplýsinga:

Við vinnum með eftirfarandi tegundir persónuupplýsinga um þig:

 

  • Almennar persónuupplýsingar:

Nafn, netfang, símanúmer, upplýsingar um starf, barnafjölda og búsetusveitarfélag

 

 

  • Viðkvæmar persónuupplýsingar:

Engar

 

  • Persónuupplýsingar er varða lögbrot og refsidóma:
    Engar

 

Heimildir:

Við söfnum persónuupplýsingunum þínum frá eftirfarandi stöðum:
Beint frá þér

 

Vinnslugrundvöllur:

Við vinnum með persónuupplýsingarnar þínar á eftirfarandi vinnslugrundvelli:

b-lið 1. mgr. 6. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar (nauðsynlegt vegna framkvæmdar samnings sem skráður einstaklingur á aðild að)

 

Viðtakendur:

Við getum deilt persónuupplýsingunum þínum með eftirtöldum: tækniþjónustu, stoðþjónustu, samstarfsaðilum og opinberum aðilum.

 

Varðveisla:

Við varðveitum persónuupplýsingarnar þínar eins lengi og það er nauðsynlegt í þeim tilgangi sem um er að ræða.

 

Almennt verður upplýsingum varðandi almennar tilkynningar, ásamt öðrum samskiptum, eytt eftir eitt ár, nema sérstök ástæða sé til að varðveita upplýsingarnar lengur í sérstökum tilvikum.

 

Notandasíðu og tengdum persónuupplýsingum verður eytt ef viðkomandi notandi hefur ekki skráð sig inn á stafræna vettvanginn í meira en eitt ár.

 

Í samræmi við persónuverndarreglurnar skal varðveita persónuupplýsingar á öruggan hátt og sem trúnaðarmál.

Við notum alþjóðlega viðurkenndan staðal fyrir meðhöndlun upplýsinga, ISO 27000, til að tryggja heildstæða nálgun við gagnavernd. Við geymum þær persónuupplýsingar sem þú veitir á vettvangnum undir eftirliti, og eru öryggisráðstafanir okkar yfirfarnar reglulega. Það er gert til að ganga úr skugga um að notendaupplýsingarnar sem þú hefur veitt séu meðhöndlaðar á ábyrgan hátt, og ávallt með hliðsjón af réttindum þínum sem notanda.

 

Flutningur til þriðja lands:

 

Við kunnum að flytja persónuupplýsingarnar þínar til eftirfarandi landa utan ESB/EES: USA og annarra þriðja lands, notað af Microsoft og Salesforce (af og til).

 

Þetta getur verið á grundvelli eftirfarandi forsendna:

Staðlað samningsákvæði framkvæmdastjórnarinnar og/eða annan lagagrundvöll fyrir millifærslur frá þriðja landi sem Microsoft eða SalesForce notar (af og til)

 

Réttindi þín samkvæmt persónuverndarreglunum

 

  • Þú átt rétt á að biðja um að fá vitneskju um persónuupplýsingarnar þínar (15. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar um rétt til aðgangs)

 

  • Þú átt rétt á að láta leiðrétta rangar persónuupplýsingar (16. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar um rétt til leiðréttingar)

 

  • Þú átt rétt á að láta eyða persónuupplýsingunum þínum í sérstökum tilvikum (17. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar um rétt til eyðingar)

 

  • Þú átt rétt á að láta takmarka vinnslu persónuupplýsinganna þinna (18. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar um rétt til takmörkunar á vinnslu)

 

  • Þú átt ófrávíkjanlegan rétt á að mótmæla vinnslu persónuupplýsinganna þinna til notkunar í þágu beinnar markaðssetningar (2. mgr. 21. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar)

 

  • Þú átt rétt á að leggja fram andmæli gegn vinnslu persónuupplýsinganna þinna af ástæðum sem varða þínar sértæku kringumstæður, ef vinnsla okkar á persónuupplýsingunum þínum er byggð á f-lið 1. mgr. 6. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar um vægi hagsmuna (1. mgr. 21. gr. almennu persónureglugerðarinnar um andmælarétt)

 

  • Ef vinnsla persónuupplýsinganna þinna byggist á samþykki þínu áttu á hverjum tíma rétt til að afturkalla samþykkið. Afturköllun samþykkis hefur ekki áhrif á lögmæti þeirrar vinnslu persónuupplýsinganna þinna sem fram fór áður en þú afturkallaðir samþykki þitt – þú getur afturkallað samþykki þitt með því að hafa samband við support@samvinnaeftirskilnad.is.

 

  • Þú átt rétt á að fá persónuupplýsingarnar þínar á skipulegu, algengu og tölvulesanlegu sniði (20. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar um rétt til að flytja eigin gögn).

 

Það geta verið tengdir skilmálar og takmarkanir í tengslum við framangreind réttindi, og fer það eftir sérstökum kringumstæðum sem eiga við í tengslum við gagnavinnsluna.

 

Ef þú vilt nýta þér réttindi þín skaltu hafa samband við support@samvinnaeftirskilnad.is.

 

Þú getur líka sent kvörtun til gagnaverndaryfirvalda, t.d. eftirlitsyfirvalda á sviði persónuverndar.